- Fréttir
- Auglýsingar


 

Thor Thors styrkir til háskólanáms í Bandaríkjunum

janúar 2018

Lausir eru til umsóknar styrkir úr Thor Thors sjóðnum til háskólanáms í Bandaríkjunum skólaárið 2018 – 2019. Umsækjendur skulu hafa lokið (eða ljúka vorið; 2018) námi til fyrstu gráðu háskólastigs (B.A., B.Sc., B.Ed. eða sambærilegri gráðu). Styrkhæft nám skal allt fara fram í Bandaríkjunum.  Styrkirnir eru veittir framúskarandi umsækjendum sem hafa staðfestingu fyrir skólavist í bandarískum háskóla.

Styrkirnir eru veittir til eins árs. Í fjárhagsáætlun umsóknarinnar þarf að sýna fram á þörf fyrir styrk. Upphæðir styrkjanna eru mismunandi eftir aðstæðum umsækjenda en undanfarin ár hafa styrkupphæðir verið 3.500-5.000 bandaríkjadalir.

Umsóknareyðublöð má sækja hér þar sem almennar upplýsingar koma einnig fram. Umsóknir um Thor Thors styrk skulu sendar á netfang iceam@iceam.is eigi síðar en 7. apríl 2018.

Styrkur á námskeið við Luther College

janúar 2018

Því miður er ekki mögulegt að veita styrk vegna námskeiðs við Luther College árið 2018.

Styrkir til náms við Haystack Mountain School of Crafts

janúar 2018

Menningarsjóður Pamelu Sanders Brement og Íslensk-ameríska félagið auglýsa til umsóknar styrk fyrir listafólk til að sækja námskeið við Haystack Mountain School of Crafts í Maine.

Tveir styrkir eru í boði, að upphæð $ 3.500 hvor. Frekari upplýsingar um námskeiðin og kennslugreinar má finna á heimasíðu skólans á www.haystack-mtn.org.

Til að sækja um Haystack listastyrkinn þarf að leggja inn eftirfarandi gögn:

  1. Útfyllta umsókn á ensku
  2. Ferliskrá þar sem fram koma upplýsingar um heimilsfang, símanúmer, netfang og heimasíðu ef við á
  3. Yfirlýsing um listrænar áherslur
  4. Lýsing á reynslu og færni í listgreininni sem námskeiðið fjallar um
  5. Afrit af prófskírteini úr háskólanámi sem umsækjandi hefur lagt stund á
  6. Tvö meðmælabréf
  7. Sýnishorn af verkum umsækjanda, nánar tiltekið 10 ljósmyndir með útskýringum (í einu pdf skjali sem er ekki stærra en 2 MB).

Umsóknareyðublöð má sækja hér. Umsóknir skulu sendar á netfang iceam@iceam.is eigi síðar en 5. febrúar 2018.