Skólastyrkir til háskólanáms

American Scandinavian Foundation og Íslensk-ameríska félagið auglýsa til umsóknar styrki fyrir framhaldsnám (mastersnám eða doktorsnám) í Bandaríkjunum skólaárið 2023-2024.

Styrkirnir eru veittir framúskarandi umsækjendum sem hafa staðfestingu fyrir skólavist í fullt framhaldsnám (mastersnám eða doktorsnám) í bandarískum háskóla. Umsækjendur skulu vera íslenskir ríkisborgarar og hafa lokið (eða ljúka í vor) námi til fyrstu gráðu á háskólastigi (B.A., B.Sc., B.Ed., eða sambærilegri gráðu). Ef staðfesting á skólavist hefur ekki fengist er umsóknin metin með þeim fyrirvara að staðfesting berist sjóðnum síðar.

Styrkirnir eru veittir til eins árs. Upphæðir styrkjanna eru mismunandi en undanfarin ár hafa styrkupphæðir verið á bilinu $2.000-5.000.

Umsýslugjald fyrir hverja umsókn er 13.000 kr. og greiðist inn á reikning 0301-26-003706, kt. 660169-0679. Umsókn telst ekki gild fyrr en umsýslugjald hefur verið greitt. Umsýslugjaldið er óendurkræft.

Umsóknarfrestur er til og með 26. febrúar 2023

Umsóknareyðublaðið skal fylla út á ensku og má finna á vefsíðu American Scandinavian Foundation. Nauðsynlegt er að stofna aðgang að kerfinu en með því móti er hægt að vista umsóknina og koma að henni aftur áður en hún er send inn. Upplýsingar um meðmælendur skal setja inn í umsóknina en kerfið sér um að senda á þá beiðni um umsögn.

Fyrirspurnir skulu berast á netfangið iceam@iceam.is