Skólastyrkir til háskólanáms
Umsækjendur skulu vera íslenskir ríkisborgarar og hafa lokið (eða ljúka í vor) námi til fyrstu gráðu á háskólastigi (B.A., B.Sc., B.Ed., eða sambærilegri gráðu). Styrkirnir eru veittir framúskarandi umsækjendum sem hafa staðfestingu fyrir skólavist í bandarískum háskóla.
Styrkirnir eru veittir til eins árs. Upphæðir styrkjanna eru mismunandi en undanfarin ár hafa styrkupphæðir verið á bilinu 2.500-5.000 bandaríkjadalir.
Umsýslugjald fyrir hverja umsókn er 12.500 kr og greiðist inn á reikning 0301-26-003706, kt. 660169-0679. Umsókn telst ekki gild fyrr en umsýslugjald hefur verið greitt. Umsýslugjaldið er óendurkræft.
Í ljósi aðstæðna vegna COVID-19 hefur umsóknarfresturinn verið framlengdur til og með 22. mars 2020.
Nauðsynlegt er að fylla út á ensku umsóknareyðublaðið hér fyrir neðan. Hægt að stækka það með örvarhnappinum í hægra horni eða smella á "Fill out form" hnappinn. Auk þess skal senda á netfangið iceam@iceam.is eftirfarandi gögn:
- Staðfest ljósrit af einkunnum og prófskírteini
- Mynd af umsækjanda
- Tvö meðmælabréf