Styrkir
Frá árinu 1965 hefur Íslensk-ameríska félagið árlega veitt námsmönnum sem hyggja á framhaldsnám í Bandaríkjunum styrki. Sjóðirnir sem veitt er úr eru í umsjá American Scandinavian Foundation í New York, en styrkirnir koma af vaxtatekjum sjóðsins ásamt árlegum framlögum velvildarmanna og fyrirtækja í Bandaríkjunum til hans. Þeir sem hafa notið góðs af styrkveitingum úr sjóðnum eru helst íslenskir námsmenn í Bandaríkjunum. Aðrir styrkir sem er úthlutað á vegum Íslensk-ameríska félagsins eru svokallaðir Haystack styrkir en þeir eru hugsaðir fyrir listamenn til að sækja sumarnámskeið við Haystack Mountain School of Arts í Maine fylki í Bandaríkjunum.
Bandarískir námsmenn, fræðimenn og listamenn eiga einnig kost á að sækja nám, stunda fræðistörf eða sinna listgrein sinni á Ísland á hverju ári. American Scandinavian Foundation sér um að úthluta þeim styrkjum.
Venjulega er sótt um styrkina á fyrstu mánuðum ársins eftir að þeir hafa verið auglýstir opinberlega og þeim úthlutað að vori.
Styrkir til háskólanáms í Bandaríkjunum
Námsstyrkir til íslenskra ríkisborgara sem hafa staðfesta skólavist í framhaldsnámi í bandarískum háskóla. Einn af sjóðunum er nefndur í höfuðið á Thor Thors sem var skipaður aðalræðismaður Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York árið 1940. Hann varð síðar fyrsti sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og fastafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum sem hann gegndi til dauðadags. Thor Thors sat í fyrstu stjórn Íslensk-ameríska félagsins.
Haystack Mountain School of Craft
Haystack Mountain School of Crafts heldur á hverju sumri námskeið fyrir listafólk hvaðanæva að úr heiminum.