Íslensk-ameríska félagið

Ekki opnað fyrir umsóknir um styrkveitingar til Haystack Mountain School of Crafts sumarið 2021

Vegna COVID-19 faraldursins mun Haystack Mountain School of Crafts einungis bjóða upp á fjarnámskeið og fyrirlestra sumarið 2021. Stjórn Íslensk-ameríska félagsins hefur því tekið þá ákvörðun að auglýsa ekki styrki fyrir þátttöku vorið 2021 en vonast til að geta endurvakið þennan sið strax árið 2022.

Umsóknarfrestur framlengdur: Opið fyrir umsóknir um styrki til háskólanáms 2020-2021

American Scandinavian Foundation og Íslensk-ameríska félagið auglýsa til umsóknar styrki fyrir háskólanám í Bandaríkjunum skólaárið 2020-2021. Umsækjendur skulu vera íslenskir ríkisborgarar og hafa lokið (eða ljúka í vor) námi til fyrstu gráðu á háskólastigi (B.A., B.Sc., B.Ed., eða sambærilegri gráðu). Umsóknarfrestur rennur út 22. mars.

Nánari upplýsingar og rafrænt umsóknareyðublað

Sumarnámskeið við Haystack Mountain School of Crafts 2020 - opið fyrir styrkumsóknir

American Scandinavian Foundation og Íslensk-ameríska félagið auglýsa til umsóknar styrki fyrir listafólk til að sækja sumarnámskeið við Haystack Mountain School of Crafts í Maine. Tveir styrkir eru í boði að upphæð um $3.000 hvor. Umsóknarfrestur rennur út 8. mars.

Nánari upplýsingar og rafrænt umsóknareyðublað